16.10.2007 | 18:10
Rjúpnaveiði
Djöfull er dagurinn í dag og gær búnir að vera erfiðir... Í gær hefði rúpnaveiðin átt að hefjast en allt kom fyrir ekki...
Ég vaknaði í gær morgun og var að keyra í skólann... Mér var mikið hugsað um hvaða dagur það væri og hvað það væri fallegt veður til að fara á fjöll.... svo lít ég upp til fjalla og viti menn.... það hafði bara snjóað líka hversu fúlt var það.
Ég ætla að reyna að fara alla 18 dagana sem MÁ veiða Rjúpu ef ég fer ekki sendi ég Kallinn...hehe
Mikið rosalega er ég fegin að við fjölskyldan fáum íbúðina okkar afhenta 1 desember þá getur maður bara slappað af í nóvember og labbað um fjöll og dali :) svo verður Desember mánuður eins og geðveiki. Mála íbúðina, flytja, læra fyrir prófin og fara í þau, kaupa jólagjafir, pakka þeim inn, skrifa jólakortin og allt jóla stússið... svo kemur Aðfangadagur og þá slappar maður af og BORÐAR rjúpurnar sem hafa verið skotnar... ég fæ strax vatn í munnin... nammi namm
En það er nú svoldi snemmt að fara að spá í þessum jólum hehehe það er nú allt í lagi að klára bara oktober í rólegheitunum heheh
take care
Birnan
Um bloggið
Minn Heimur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.